Bloggið

Ert þú góður penni? Hefurðu áhuga á bjór og mat? Bloggið er vettvangur allra þeirra sem hafa ánægju af góðum mat í samfloti með úrvals bjór.

Blogg um bjór, mat og hina fjölmörgu hluti sem gæða lífinu lit. Hafðu samband ef þú vilt blogga á síðunni okkar í gegnum marketing@islandshotel.is.

Byltingin frá Bandaríkjunum

Það tíðkaðist lengi hjá evrópskum bjóráhugamönnum að tala óvirðulega um bandarískan bjór. Flestir tengdu Bandaríkin við létta og nánast vatnskennda lagerbjóra sem oftar en ekki voru bruggaðir með maís eða hrísgrjónum til blands við byggið. Og vissulega eru slíkir bjórar enn þeir sem mest eru drukknir í landi hinna frjálsu. Bjórlandslagið í Band […]

Lesa meiraLesa meira

Smakkur og góðska

Færeyingar eru okkar bestu vinir og nágrannar, auk þess sem tungumál þeirra og kunnuglegur en um leið framandi ritháttur einstakra orða er sífelld uppspretta kátínu fyrir Íslendinga. Oft er fróðlegt að skoða færeyska sögu og bera saman við Íslandssöguna, þar sem aðstæður í löndunum tveimur eru um margt líkar en þróunin oft með allt öðrum hætti.  […]

Lesa meiraLesa meira

Íslenska brugghúsabyltingin

Íslendingar hafa rankað við sér. […]

Lesa meiraLesa meira

Drykkur Keisaraynjunnar

Á átjándu öld varð rússneska keisaraættin víðfræg fyrir dýran smekk og óhóf á ýmsum sviðum. Rússneskir aðalsmenn fengu snjöllustu gullsmiði álfunnar til að hanna fyrir sig skrautmuni. Bestu klæðskerar seldu varning sinn á uppsprengdu verði í Moskvu og St. Pétursborg og fínustu kokkar Frakklands urðu vellríkir á að elda ofan í yfirstétt Rússlands. […]

Lesa meiraLesa meira

Jólabjórinn: Framlag Norðmanna

Ekki er hægt að segja að Norðurlandabúar hafi lagt margt að mörkum til bjórmenningar heimsins. Helsta undantekningin á því er jólabjórinn, sem segja má að sé í senn ævagömul og kornung hefð. […]

Lesa meiraLesa meira

Bjórbannið á Íslandi

Bindindishreyfingar voru sterkar víða á Vesturlöndum í byrjun tuttugustu aldar. Þær börðust fyrir því að útrýma áfengi og komu því til leiðar að í mörgum löndum voru settar harðari reglur um sölu á áfengum drykkjum. Fáar þjóðir gengu þó eins langt og Íslendingar, en árið 1915 tók gildi algjört bann við áfengisneyslu í landinu. Bannið hafði marg […]

Lesa meiraLesa meira

Hvað drakk Ingólfur?

Landnámsmenn Íslands þekktu vel til bjórs frá sínum heimaslóðum. Norðurlandabúar kunnu að brugga bjór úr korni, gera vín úr berjum og mjöð úr hunangi. Þótt hitastig á Íslandi hafi verið nokkuð hlýrra á landnámsöld en síðar varð, er ljóst að hér var ekkert hunang að finna og berjaspretta hefur ekki staðið undir stórfelldri víngerð. Aðstæður til […]

Lesa meiraLesa meira

Hvað er málið með IPA?

IPA-bjórar hafa verið í tísku hjá bjóráhugamönnum aldarfjórðung (ef hægt er að tala um eitthvað sem tískufyrirbæri sem hefur verið vinsælt í 25 ár). Það sem öðru fremur einkennir þennan bjórstíl er ágengt, beiskt bragð með keim af sítrusávöxtum. […]

Lesa meiraLesa meira

Sumardrykkurinn Hveitibjór

Sífellt fleiri kjósa að drekka hveitibjóra sem svaladrykki á sumrin. Á meðan flestum sterkari og bragðmeiri bjórum hentar best hærra hitastig, til að fjölbreyttir bragð- og lyktartónar njóti sín, er hreinlega mælt með því að drekka ýmsar tegundir hveitibjóra vel kalda. Orðið hveitibjór vísar í kornið sem notað er við bjórgerðina. Í fyrndinni va […]

Lesa meiraLesa meira

Rotvarnarkrydd

Þegar bjór er bruggaður, byrjar maður á því að búa til virt. Lengi vel var virtinn svo gerjaður og þar með varð til bjór. Þannig bjórsull entist bara í nokkra daga og myglaði síðan. Annaðhvort drakk fólk hann hratt eða bruggaði oftar og þá í minna magni. Margir gerðu örugglega bæði en þessari drykkjuhegðun breytti þýsk nunna. Sankti Hildegard v […]

Lesa meiraLesa meira

Þjóðin og bjórinn

Árið er 1984 og við erum stödd inni á ölkrá í miðbæ Reykjavík. Það er mjög auðvelt að ímynda sér hvert umræðuefni fólks á slíkum stöðum var á þessum tíma. Þessi ölkrá, ásamt systur krám í Reykjavík, eru líklega einu ölkrárnar í heiminum sem selja ekki öl vegna yfirstandandi bjórbanns sem hefur hangið yfir okkur landsmönnum í 70 ár. Við neyðumst þ […]

Lesa meiraLesa meira

Skál fyrir Ofurskálinni

Úrslitaleikur amerísks fótbolta, oft nefndur Ofurskálin eða Super Bowl, er stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjamanna og einn stærsti einstaki viðburður í öllum heiminum. Þegar mest lét þá náði áhorf á leikinn 115 milljónum manna en þess ber að geta að þeirri tölu var náð í hálfleik þegar stórsöngvarar stigu á svið og dýrustu auglýsingar heimsins […]

Lesa meiraLesa meira