Bjórbannið á Íslandi

Best Food to Compliment Beer

Bindindishreyfingar voru sterkar víða á Vesturlöndum í byrjun tuttugustu aldar. Þær börðust fyrir því að útrýma áfengi og komu því til leiðar að í mörgum löndum voru settar harðari reglur um sölu á áfengum drykkjum. Fáar þjóðir gengu þó eins langt og Íslendingar, en árið 1915 tók gildi algjört bann við áfengisneyslu í landinu.

Bannið hafði margvísleg áhrif á áfengismenningu Íslendinga. Mikil landaframleiðsla hófst út um allar sveitir og hefur landinn fylgt þjóðinni til þessa dags. Viðskiptaþjóðir Íslendinga við Miðjarðarhafið kvörtuðu undan banninu með þeim afleiðingum að sala á léttvíni, svokölluðum Spánarvínum, var heimiluð. Að lokum gáfust stjórnvöld upp á banninu og afléttu því með einni mikilvægri undantekningu: bjór var ennþá bannaður.

Bjórbannið var við lýði til 1. mars árið 1989. Fram að því höfðu Íslendingar þó haft ýmsar leiðir til að næla sér í bjór. Unnt var að kaupa hann í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, sjómenn máttu taka með sér nokkuð magn til landsins og allnokkru var smyglað. Árið 1983 hugkvæmdist svo útsjónarsömum veitingamönnum að markaðssetja „bjórlíki“, þar sem óáfengum pilsner var blandað saman við ýmsar sterkari áfengistegundir, svo sem vodka. Útkoman átti lítið skylt við alvöru bjór, en allt er hey í harðindum!

Deilt var um hvort bjórlíkið samræmdist bjórbanninu og fór málið alla leið upp í Hæstarétt. Úrskurður dómaranna var sá að bjórlíkið væri löglegt. Þar með var komin upp sú fáránlega staða að Íslendingum var bannað að drekka bjór, en í staðinn sötruðu allir vodka í pilsner. Þess var því ekki langt að bíða að bjórbannið yrði afnumið.

Fleiri greinar

Byltingin frá Bandaríkjunum

Það tíðkaðist lengi hjá evrópskum bjóráhugamönnum að tala óvirðulega um bandarískan bjór. Flestir tengdu Bandaríkin við létta og nánast vatnskennda lagerbjóra sem oftar en ekki voru bruggaðir með maís eða hrísgrjónum til blands við byggið. Og vissulega eru slíkir bjórar enn þeir sem mest eru drukknir í landi hinna frjálsu. Bjórlandslagið í Band […]

Lesa meiraLesa meira

Smakkur og góðska

Færeyingar eru okkar bestu vinir og nágrannar, auk þess sem tungumál þeirra og kunnuglegur en um leið framandi ritháttur einstakra orða er sífelld uppspretta kátínu fyrir Íslendinga. Oft er fróðlegt að skoða færeyska sögu og bera saman við Íslandssöguna, þar sem aðstæður í löndunum tveimur eru um margt líkar en þróunin oft með allt öðrum hætti.  […]

Lesa meiraLesa meira

Íslenska brugghúsabyltingin

Íslendingar hafa rankað við sér. […]

Lesa meiraLesa meira