Drykkur Keisaraynjunnar

Best Food to Compliment Beer

Á átjándu öld varð rússneska keisaraættin víðfræg fyrir dýran smekk og óhóf á ýmsum sviðum. Rússneskir aðalsmenn fengu snjöllustu gullsmiði álfunnar til að hanna fyrir sig skrautmuni. Bestu klæðskerar seldu varning sinn á uppsprengdu verði í Moskvu og St. Pétursborg og fínustu kokkar Frakklands urðu vellríkir á að elda ofan í yfirstétt Rússlands. Þeir notuðust vitaskuld aðeins við dýrustu hráefni, sem flytja þurfti um langan veg. Þessu skoluðu Rússarnir niður með frönsku kampavíni og breskum bjór.

Bjórinn sem Rússunum hugnaðist best var dökkur – nánast biksvartur – og rammsterkur. Við gerð hans var notast við korn sem ristað var líkt og kaffibaunir, enda fylgir bjórnum einatt kaffikeimur og stundum eimir líka af súkkulaðibragði.

Sjálfir kölluðu Bretar bjóra af þessu tagi stout. Þeir framleiðendur sem voru svo lánsamir að selja til rússnesku hirðarinnar vildu vitaskuld stæra sig af hinum tignu viðskiptavinum og kölluðu framleiðslu sína imperial stout heima fyrir. Það nafn færðist síðar yfir á alla stout-bjóra sem eru með hátt áfengishlutfall, 9% eða meira.

Snemma komst sú saga á kreik að Rússarnir hafi pantað bjórinn sinn svona sterkan til að hann frysi síður í vetrarkuldunum á Eystrasalti. Sú saga mun ekki á rökum reist. Líklegra er einfaldlega að Katrín mikla og hirð hennar hafi einfaldlega kunnað að meta sterkan bjór.

Enn í dag þykir mörgum imperial stout vera hinn tilvaldi drykkur á kaldasta tíma ársins. Það er því engin tilviljun að Borg brugghús sendir frá sér bjór í þessum stíl í janúar ár hvert undir nafninu Surtur.

Fleiri greinar

Íslenska brugghúsabyltingin

Íslendingar hafa rankað við sér. […]

Lesa meiraLesa meira

Jólabjórinn: Framlag Norðmanna

Ekki er hægt að segja að Norðurlandabúar hafi lagt margt að mörkum til bjórmenningar heimsins. Helsta undantekningin á því er jólabjórinn, sem segja má að sé í senn ævagömul og kornung hefð. […]

Lesa meiraLesa meira

Bjórbannið á Íslandi

Bindindishreyfingar voru sterkar víða á Vesturlöndum í byrjun tuttugustu aldar. Þær börðust fyrir því að útrýma áfengi og komu því til leiðar að í mörgum löndum voru settar harðari reglur um sölu á áfengum drykkjum. Fáar þjóðir gengu þó eins langt og Íslendingar, en árið 1915 tók gildi algjört bann við áfengisneyslu í landinu. Bannið hafði marg […]

Lesa meiraLesa meira