Hvað drakk Ingólfur?

Best Food to Compliment Beer

Landnámsmenn Íslands þekktu vel til bjórs frá sínum heimaslóðum. Norðurlandabúar kunnu að brugga bjór úr korni, gera vín úr berjum og mjöð úr hunangi.

Þótt hitastig á Íslandi hafi verið nokkuð hlýrra á landnámsöld en síðar varð, er ljóst að hér var ekkert hunang að finna og berjaspretta hefur ekki staðið undir stórfelldri víngerð. Aðstæður til kornræktar voru víða ágætar eins og sjá má af gömlum örnefnum (s.s. Akureyri og Akranes). Mikil áhersla var lögð á að rækta bygg, eflaust að talsverðu leyti með bjórgerð í huga.

Miðaldabjórinn hefur þó verið talsvert frábrugðinn því sem við eigum í dag að venjast, meðal annars vegna þess að hér uxu ekki humlar. Raunar voru humlar hvergi orðnir algengir til bjórgerðar á miðöldum. Þetta takmarkaði geymslutíma bjórsins og kallaði á önnur krydd og beiskjugjafa. Vafalítið hafa íslenskir bruggarar prófað sig áfram með hvers konar fjallagrös og gefa nöfn jurta á borð við vallhumal og mjaðarjurt vísbendingar um það.

Á seinustu árum hafa bruggmeistarar gert nýjar tilraunir til að nýta jurtaríki Íslands til bjórgerðar. Má þar nefna Stinnings-Kalda, sem inniheldur ætihvönn. Hvannarfræ eru mikilvægt krydd í Skaða frá Ölvisholti. Snorri frá Borg hefur að geyma blóðberg og það sama má segja um Leif frá sama brugghúsi, en í honum er einnig að finna beitilyng.

Fleiri greinar

Íslenska brugghúsabyltingin

Íslendingar hafa rankað við sér. […]

Lesa meiraLesa meira

Drykkur Keisaraynjunnar

Á átjándu öld varð rússneska keisaraættin víðfræg fyrir dýran smekk og óhóf á ýmsum sviðum. Rússneskir aðalsmenn fengu snjöllustu gullsmiði álfunnar til að hanna fyrir sig skrautmuni. Bestu klæðskerar seldu varning sinn á uppsprengdu verði í Moskvu og St. Pétursborg og fínustu kokkar Frakklands urðu vellríkir á að elda ofan í yfirstétt Rússlands. […]

Lesa meiraLesa meira

Jólabjórinn: Framlag Norðmanna

Ekki er hægt að segja að Norðurlandabúar hafi lagt margt að mörkum til bjórmenningar heimsins. Helsta undantekningin á því er jólabjórinn, sem segja má að sé í senn ævagömul og kornung hefð. […]

Lesa meiraLesa meira