Íslenska brugghúsabyltingin

Best Food to Compliment Beer

Smábrugghúsabylting síðustu þriggja áratuga felur í sér einhverja mestu breytingu í mörgþúsund ára sögu bjórsins. Bylting þessi hófst í Bandaríkjunum, þar sem smábrugghús fóru að skjóta upp kollinum á níunda áratugnum með metnaðarfullu og frumlegu bjórúrvali. Hreyfing þessi náði til Evrópu um aldamótin 2000 og þá var ekki langt að bíða uns Íslendingar rönkuðu við sér.

Fyrsta íslenska smábrugghúsið, Kaldi, opnaði á Árskógssandi árið 2006. Það vakti athygli strax í upphafi fyrir framleiðslu á hágæða lagerbjór í tékkneskum stíl, sem féll Íslendingum vel í geð. Athyglisvert er að flest íslensku smábrugghúsin eru stofnuð á landsbyggðinni, þótt bjóráhugamenn séu e.t.v. fjölmennari á höfuðborgarsvæðinu. Skýrist það meðal annars af því hversu mikilvægt það er fyrir smábrugghús að hafa traustan hóp viðskiptavina í heimahéraði.

Eftir að Kaldi reið á vaðið hafa fjölmargir framleiðendur fylgt í kjölfarið. Ölvisholt, sem staðsett er rétt austan við Selfoss, var stofnað árið 2007 og hefur upp frá því gert marga af bestu og framsæknustu bjórum Íslands. Vestlendingar hafa átt sín brugghús, fyrst Jökul frá Snæfellsnesi og síðar Steðja úr Borgarfirðinum. Skagfirðingar eiga sömuleiðis brugghúsið Gæðing og grannar þeirra á Siglufirði brugga undir heitinu Segull.

Margt bendir til að Íslendingar standi frammi fyrir nýrri bylgju smábrugghúsa, þar sem fjölmargir aðilar víða um land hafa lýst áhuga á að stofna brugghús, t.d. með aðstoð hópfjármögnunar á netinu. Þá hefur borið á því að einstakir veitingastaðir framleiði sinn eigin bjór til að skapa sér sérstöðu, en bandaríska smábrugghúsabyltingin byggðist að miklu leyti á brugghúsveitingastöðum af þessu tagi.

Fleiri greinar

Drykkur Keisaraynjunnar

Á átjándu öld varð rússneska keisaraættin víðfræg fyrir dýran smekk og óhóf á ýmsum sviðum. Rússneskir aðalsmenn fengu snjöllustu gullsmiði álfunnar til að hanna fyrir sig skrautmuni. Bestu klæðskerar seldu varning sinn á uppsprengdu verði í Moskvu og St. Pétursborg og fínustu kokkar Frakklands urðu vellríkir á að elda ofan í yfirstétt Rússlands. […]

Lesa meiraLesa meira

Jólabjórinn: Framlag Norðmanna

Ekki er hægt að segja að Norðurlandabúar hafi lagt margt að mörkum til bjórmenningar heimsins. Helsta undantekningin á því er jólabjórinn, sem segja má að sé í senn ævagömul og kornung hefð. […]

Lesa meiraLesa meira

Bjórbannið á Íslandi

Bindindishreyfingar voru sterkar víða á Vesturlöndum í byrjun tuttugustu aldar. Þær börðust fyrir því að útrýma áfengi og komu því til leiðar að í mörgum löndum voru settar harðari reglur um sölu á áfengum drykkjum. Fáar þjóðir gengu þó eins langt og Íslendingar, en árið 1915 tók gildi algjört bann við áfengisneyslu í landinu. Bannið hafði marg […]

Lesa meiraLesa meira