Jólabjórinn: Framlag Norðmanna

Best Food to Compliment Beer

Ekki er hægt að segja að Norðurlandabúar hafi lagt margt að mörkum til bjórmenningar heimsins. Helsta undantekningin á því er jólabjórinn, sem segja má að sé í senn ævagömul og kornung hefð.

Þegar komið er fram um miðjan nóvember grípur um sig sannkallað jólabjóraæði meðal norrænna þjóða. Brugghús keppast við að kynna til sögunnar sérlagaðan jólabjór og vinahópar og vinnustaðir koma saman til að leggja mat á úrvalið og velja sinn eftirlætis jólabjór. Þetta er talsvert frábrugðið því sem tíðkast sunnar í Evrópu. Víða um lönd tíðkast að drekka sterkari og bragðmeiri bjóra í svartasta skammdeginu, en óvenjulegt er að tengja bjór með beinum hætti við jólin.

Að sumu leyti er um forna hefð að ræða sem nær allt aftur til heiðni. Þá var talið hlýða að bændur létu brugga sérlega sterkan bjór fyrir jólablót og stóð sú hefð af sér kristnitökuna og hélst fram á okkar daga. Jólabjóraæði síðustu ára á sér þó yngri rætur og má að miklu leyti rekja til snjallrar markaðssetningar Tuborg-fyrirtækisins, sem tókst snemma á níunda áratugnum að gera jólabjór sinn að ómissandi boðbera jólanna í Danmörku.

Engin föst skilgreining er til á því hvaða skilyrði jólabjór þurfi að uppfylla og í raun mega brugghús kalla hvaða bjór sem er jólabjór. Þó er algengast að bjór sem seldur er undir þessum formerkjum hafi karamellukeim, sé jafnvel örlítið lakkrísbættur eða kryddaður t.d. með negul eða engifer.

Fleiri greinar

Byltingin frá Bandaríkjunum

Það tíðkaðist lengi hjá evrópskum bjóráhugamönnum að tala óvirðulega um bandarískan bjór. Flestir tengdu Bandaríkin við létta og nánast vatnskennda lagerbjóra sem oftar en ekki voru bruggaðir með maís eða hrísgrjónum til blands við byggið. Og vissulega eru slíkir bjórar enn þeir sem mest eru drukknir í landi hinna frjálsu. Bjórlandslagið í Band […]

Lesa meiraLesa meira

Smakkur og góðska

Færeyingar eru okkar bestu vinir og nágrannar, auk þess sem tungumál þeirra og kunnuglegur en um leið framandi ritháttur einstakra orða er sífelld uppspretta kátínu fyrir Íslendinga. Oft er fróðlegt að skoða færeyska sögu og bera saman við Íslandssöguna, þar sem aðstæður í löndunum tveimur eru um margt líkar en þróunin oft með allt öðrum hætti.  […]

Lesa meiraLesa meira

Íslenska brugghúsabyltingin

Íslendingar hafa rankað við sér. […]

Lesa meiraLesa meira