Jólabjórinn: Framlag Norðmanna

Best Food to Compliment Beer

Ekki er hægt að segja að Norðurlandabúar hafi lagt margt að mörkum til bjórmenningar heimsins. Helsta undantekningin á því er jólabjórinn, sem segja má að sé í senn ævagömul og kornung hefð.

Þegar komið er fram um miðjan nóvember grípur um sig sannkallað jólabjóraæði meðal norrænna þjóða. Brugghús keppast við að kynna til sögunnar sérlagaðan jólabjór og vinahópar og vinnustaðir koma saman til að leggja mat á úrvalið og velja sinn eftirlætis jólabjór. Þetta er talsvert frábrugðið því sem tíðkast sunnar í Evrópu. Víða um lönd tíðkast að drekka sterkari og bragðmeiri bjóra í svartasta skammdeginu, en óvenjulegt er að tengja bjór með beinum hætti við jólin.

Að sumu leyti er um forna hefð að ræða sem nær allt aftur til heiðni. Þá var talið hlýða að bændur létu brugga sérlega sterkan bjór fyrir jólablót og stóð sú hefð af sér kristnitökuna og hélst fram á okkar daga. Jólabjóraæði síðustu ára á sér þó yngri rætur og má að miklu leyti rekja til snjallrar markaðssetningar Tuborg-fyrirtækisins, sem tókst snemma á níunda áratugnum að gera jólabjór sinn að ómissandi boðbera jólanna í Danmörku.

Engin föst skilgreining er til á því hvaða skilyrði jólabjór þurfi að uppfylla og í raun mega brugghús kalla hvaða bjór sem er jólabjór. Þó er algengast að bjór sem seldur er undir þessum formerkjum hafi karamellukeim, sé jafnvel örlítið lakkrísbættur eða kryddaður t.d. með negul eða engifer.

Fleiri greinar

Íslenska brugghúsabyltingin

Íslendingar hafa rankað við sér. […]

Lesa meiraLesa meira

Drykkur Keisaraynjunnar

Á átjándu öld varð rússneska keisaraættin víðfræg fyrir dýran smekk og óhóf á ýmsum sviðum. Rússneskir aðalsmenn fengu snjöllustu gullsmiði álfunnar til að hanna fyrir sig skrautmuni. Bestu klæðskerar seldu varning sinn á uppsprengdu verði í Moskvu og St. Pétursborg og fínustu kokkar Frakklands urðu vellríkir á að elda ofan í yfirstétt Rússlands. […]

Lesa meiraLesa meira

Bjórbannið á Íslandi

Bindindishreyfingar voru sterkar víða á Vesturlöndum í byrjun tuttugustu aldar. Þær börðust fyrir því að útrýma áfengi og komu því til leiðar að í mörgum löndum voru settar harðari reglur um sölu á áfengum drykkjum. Fáar þjóðir gengu þó eins langt og Íslendingar, en árið 1915 tók gildi algjört bann við áfengisneyslu í landinu. Bannið hafði marg […]

Lesa meiraLesa meira