Skál fyrir Ofurskálinni

Best Food to Compliment Beer

Úrslitaleikur amerísks fótbolta, oft nefndur Ofurskálin eða Super Bowl, er stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjamanna og einn stærsti einstaki viðburður í öllum heiminum. Þegar mest lét þá náði áhorf á leikinn 115 milljónum manna en þess ber að geta að þeirri tölu var náð í hálfleik þegar stórsöngvarar stigu á svið og dýrustu auglýsingar heimsins litu dagsins ljós. Því má færa rök fyrir því að leikurinn sjálfur skipti minnst máli en allt í kringum leikinn sjálfan skiptir mestu máli, enda myndi ég alveg veðja einum tveimur gráðum heitari en alkahólmagn gefur til kynna að fæstir sem lesa þetta vita ekki hvernig leikurinn fór, en googluðu það líklegast áður en þeir lásu lengra.

Ekki nóg með það að þessi viðburður sé árshátíð fótboltans í Ameríku þá er þetta að öllum líkindum árshátíð bjórsins líka en bjórinn og bjórmenning er sjaldan jafn áberandi og einmitt í kringum þennan viðburð. Samkvæmt heimildum hér, hér, hér og hér drukku Bandaríkjamenn 1.230.258.830 lítra (s.s. meira en 1230 milljón lítra) af bjór á meðan viðburðinum stóð og líklega var um 80% af því léttur og bragðlaus vinur, kóróna eða kór.

Til ósanngjarns samanburðar má geta að 6.7 milljón lítrar af bjór voru drukknir á Oktoberfest í Þýskalandi 2013 en sá viðburður er auðvitað að dansa á miklu minna sviði. Bjórframleiðendur eyða um 10 milljónum Bandaríkjadala bara í 1 mínútu af auglýsingaplássi í hálfleik, sem er jafn mikið og kostnaður á þáttaseríunni Ófærð, sem er dýrasta sjónvarps- eða kvikmyndaframleiðsla sem Ísland hefur ráðist í. Þess ber að geta að þessar 10 milljónir borga bara plássið en ekki framleiðslu á auglýsingunni sem oftar en ekki svarar svipuðum kostnaði. Allt þetta plúsast svo við aðra sponsor díla sem t.d. bjórframleiðendur hafa gert við Amerískan fótbolta en á árunum 2009-2013 eyddi ónefndur Bjórframleiðandi 149 milljónum Bandaríkjadala í að sponsora Ofurskálina.

Nú eru bjórauglýsingar bannaðar hér á íslandi en þrátt fyrir það þá hafa framleiðendur snake-að sér framhjá þeim lögum oft og títt en maður veltir því fyrir sér hver menningin væri ef bjórauglýsingar væru leyfðar og bjórdrykkja á íþrótta- og menningarviðburðum væri leyfð, eins og í Bandaríkjunum og víða annarstaðar. Hvers vegna er íslendingum ekki leyft að kaupa sér bjór á sunnudögum (þegar Ofurskálin er) eða á íþróttaviðburðum, þegar það gengur alveg hjá þjóð sem inniheldur næstum því upp á hár 1000x fleiri íbúa. Afhverju fer ekki allt úr böndunum á Ofurskálinni, eða í öðrum samkvæmum sem fylgja þeim viðburði eins og búast má við að gerist hér á landi? Er Obama með fullkomið control á þessu liði eða erum við eitthvað að misskilja?

Fleiri greinar

Byltingin frá Bandaríkjunum

Það tíðkaðist lengi hjá evrópskum bjóráhugamönnum að tala óvirðulega um bandarískan bjór. Flestir tengdu Bandaríkin við létta og nánast vatnskennda lagerbjóra sem oftar en ekki voru bruggaðir með maís eða hrísgrjónum til blands við byggið. Og vissulega eru slíkir bjórar enn þeir sem mest eru drukknir í landi hinna frjálsu. Bjórlandslagið í Band […]

Lesa meiraLesa meira

Smakkur og góðska

Færeyingar eru okkar bestu vinir og nágrannar, auk þess sem tungumál þeirra og kunnuglegur en um leið framandi ritháttur einstakra orða er sífelld uppspretta kátínu fyrir Íslendinga. Oft er fróðlegt að skoða færeyska sögu og bera saman við Íslandssöguna, þar sem aðstæður í löndunum tveimur eru um margt líkar en þróunin oft með allt öðrum hætti.  […]

Lesa meiraLesa meira

Íslenska brugghúsabyltingin

Íslendingar hafa rankað við sér. […]

Lesa meiraLesa meira