Þjóðin og bjórinn

Best Food to Compliment Beer

Árið er 1984 og við erum stödd inni á ölkrá í miðbæ Reykjavík. Það er mjög auðvelt að ímynda sér hvert umræðuefni fólks á slíkum stöðum var á þessum tíma. Þessi ölkrá, ásamt systur krám í Reykjavík, eru líklega einu ölkrárnar í heiminum sem selja ekki öl vegna yfirstandandi bjórbanns sem hefur hangið yfir okkur landsmönnum í 70 ár. Við neyðumst því til þess að drekka eitthvað sem var blandað ofan í eitthvað sem var blandað ofan í léttöl og nefnt bjórlíki. Á þessum tíma var ég nú ekki einu sinni orðinn fruma heldur var ég líklegast bara orka einhverstaðar í alheiminum. Ég get samt alveg ímyndað mér ráðherrann svolgra í sig síðustu slefdropunum úr glasi af flötu bjórlíki á krá sem á að vera ölkrá en er það samt ekki, og hugsar með sér hvurslags anskotans líf þetta sé, fer síðan niðrá þing, leggur fram frumvarp um afnám bjórbanns, fær það samþykkt 1989 með herkjum og það er eins og það hafi losnað um einhver gríðarleg hreðjartök á þjóðfélaginu, svo mikill er léttirinn.

Hvers vegna bjórinn var bannaður veit enginn nákvæmlega en það voru eflaust margir samverkandi þættir sem ollu því. Vegna þess hversu stutt það er síðan bjórinn var leyfður á Íslandi hefur hann ávallt þurft að þola mikla fordóma hér á landi. En nú er kominn tími til þess að útrýma þeim!

Við hefjum leikinn á flökkusögunni þú verður feitur af bjór. Þetta er ekki flókið. Hinn týpíski meðalbjór hefur jafnmikinn, jafnvel minni og stundum meiri kaloríufjölda en léttmjólk. Verður maður þá feitur af bjór, nei. Maður verður feitur af of miklum bjór, eins og maður verður feitur af of mikilli mjólk, er það ekki annars? Þegar við erum búinn að útrýma þessari flökkusögu þá komum við að næsta mikilvæga punkti.

Hæfilegt magn kólestróls í blóði er eitthvað sem er okkur öllum mikilvægt þrátt fyrir að flest okkar höfum ekki hugmynd um hvað það er. Þið getið þó andað léttar, því ég hef kynnt mér það en ég nenni ekki að fara út í það. Ég er enginn læknir en samkvæmt rannsóknum hefur bjórinn okkar góð áhrif á kólestrólið. Þetta er mikið fagnaðarerindi, meiri bjór lengir lífið, er það ekki annars?

Förum ekki meira út í fordóma. Þar sem við höfum komist að einróma niðurstöðu með bjórinn, þá hljótum við að spyrja okkur hvað bjórinn sé að gera í sérstökum verslunum sem selja vín? Hvar er þessi ráðherra sem sá hversu fáranlegt það var að banna bjór? Getur hann ekki barist fyrir afnámi bjórbanns í matvöruverslunum líka? Ég trúi því ekki að það hafi verið Vilhjálmur Árnason sem tókst að afnema bjórbannið, á þeim tíma var hann orka.. eins og ég.

Er það kannski bara miklu sniðugra að hafa bjórinn í vínbúð ÁTVR? Það gæti verið, það eru rök með því og rök gegn því, eins og með allt annað. Það að vín sé í sérstökum verslunum er áhættusöm og mögulega dýrasta og forvarnarleið sem hægt er að fara, en hvað um það, forvörn er hún. Ég er þó mikill málamiðlari og ég legg til að ef bjórinn getur ekki komið í matvöruverslanir getur þá maturinn ekki farið í vínbúðir?

Fleiri greinar

Byltingin frá Bandaríkjunum

Það tíðkaðist lengi hjá evrópskum bjóráhugamönnum að tala óvirðulega um bandarískan bjór. Flestir tengdu Bandaríkin við létta og nánast vatnskennda lagerbjóra sem oftar en ekki voru bruggaðir með maís eða hrísgrjónum til blands við byggið. Og vissulega eru slíkir bjórar enn þeir sem mest eru drukknir í landi hinna frjálsu. Bjórlandslagið í Band […]

Lesa meiraLesa meira

Smakkur og góðska

Færeyingar eru okkar bestu vinir og nágrannar, auk þess sem tungumál þeirra og kunnuglegur en um leið framandi ritháttur einstakra orða er sífelld uppspretta kátínu fyrir Íslendinga. Oft er fróðlegt að skoða færeyska sögu og bera saman við Íslandssöguna, þar sem aðstæður í löndunum tveimur eru um margt líkar en þróunin oft með allt öðrum hætti.  […]

Lesa meiraLesa meira

Íslenska brugghúsabyltingin

Íslendingar hafa rankað við sér. […]

Lesa meiraLesa meira