Food & Fun

Spanish POP UP í Bjórgarðinum

Tapas stemning dagana 27. febrúar til 3. mars.

Bjórgarðurinn kynnir með stolti, Spanish Pop UP með Esteban Morales, Tapas Gúrú en hann ætlar að leika listir sýnar í Bjórgarðinum á Food & Fun.

Esteban Morales er Tapas Gúrú frá Barcelóna og hefur unnið á frægustu og bestu Tapas veitingastöðum þar í borg sem og í Baskahéraði á Spáni. Þess má einnig geta að Esteban tók þátt í Master Chef árið 2017 og heillaði áhorfendur upp úr skónum.

 

Við sláum upp einskonar Tapas hlaðborði þar sem gestir greiða 575 kr. fyrir hvern tapas disk.

 

Matseðill
Grilluð risarækja með hvítlauk, rósmarín og brandý Djúpsteiktur smokkfiskur með hvítlaukskremi Kryddjurtaolía sellerí, gul papríka og plómutómatar
Sjávarrétta paella með skelfisk og rækjum Djúpsteiktur saltfiskur með saffran og paprikusósu Hægelduð nautamjöðm með aligo
Reykt önd og Confit með fikjusultu Soðbökuð lynghæna með truffluolíu Grillaður kálfur með kryddjurtum, blómkáls og steinseljurótarmauki
Spænsk úrvals hráskinka á grilluðu brauði Sítrónuterta með marengs Fersk jarðarber í rauðvíni