Um Bjórgarðinn

Bjórgarðurinn er samkomustaður allra bjórunnenda og þeirra sem þykir gott að borða góðan mat.

Á Bjórgarðinum getur þú gengið að því vísu að fá alltaf góðan bjór, enda bjóðum við ótrúlegt úrval úr öllum áttum,
bæði á krana og flöskum. Mikil áhersla er lögð á árstíðarbundinn bjór og samstarf við innlend brugghús.

Við sérhæfum okkur í að para saman mat og bjór enda teljum við að bjór upphefji allar máltíðir.

Á milli 15 og 19 alla daga vikunnar höldum við Happy Hour en þá bjóðum við stóran bjór af öllum krönum með 500 kr. afslætti.

Bjórgarðurinn er staðsettur í húsakynnum hins nýja og glæsilega Fosshótel Reykjavík, Þórunnartúni 1 við Höfðatorg.
Staðsetningin gerir Bjórgarðinn að fullkomnum stað til að koma saman með vinum eða vinnufélugunum eftir vinnu
og njóta alls hins besta sem Bjórgarðurinn hefur upp á bjóða þegar kemur að tónlist, drykk og mat.
Við viljum deila kunnáttu og reynslu.

Mundu, heima er gott, í garðinum er betra.